Prófakerfi Aikikai Reykjavík er byggt á prófakerfi Kobayashi Dojo sem er viðurkennt af Hombu Dojo og mjög sambærilegt við það sem gerist í klúbbum í löndunum í kringum okkur. Allar tæknir sem prófað er úr eru á tveimur blöðum, annað með kyu gráðum (hvít belti) og hitt með dan gráðum (svört belti).

Gráðupróf eru haldin tvisvar á ári, síðasta laugardaginn í apríl og síðasta laugardaginn í nóvember. Þá er prófað í öllum hvítbeltagráðum.

Svartbeltapróf eru haldin þegar Hiroaki sensei kemur til okkar sem er venjulega seinni part janúar.

Kobayashi Dojo gefur út leiðbeiningar um próf fyrir hvít belti, Kyu próf, og svört belti, Dan próf.

Á eftirfarandi mynd eru svo allflestar árásir sem notaðar eru í aikido, gott að kíkja á hana til upprifjunar.

Translate