Byrjendur í aikido eru velkomnir á æfingar í grunntækni sem er ætluð öllum sem hafa náð 13 ára aldri og henta báðum kynjum. Á grunntækni æfingum á mánudögum er farið yfir þau atriði í aikido sem lengra komnir þurfa að hafa góð tök á. Meðal þess eru árásarstöður, handlásar og kasttæknir og rúllur, föll og fótstöður. Almennar æfingar á miðvikudögum og föstudögum eru blanda af grunntækni og framhaldstækni sem eru einnig hentugar fyrir byrjendur.

Hægt er að byrja hvenær sem er. Komdu bara í prufutíma.

Engrar forþekkingar er krafist á grunntækni æfingum og það hentar öllum óháð aldri og líkamlegu formi. Við æfum í okkar æfingafötum, t.d. stuttermabol og síðum buxum en hægt er að kaupa aikido galla hjá félaginu.

Aikido snýst ekki um átök eða keppni heldur er aikido leið til þess að forðast átök. Í aikido er lögð áhersla á að iðkendur vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa að árangri á kostnað annarra. Ef þú ert fyrir ofbeldi og slagsmál þá ert þú á röngum stað. Viljir þú hins vegar rækta sjálfa(n) þig andlega og líkamlega, þá kann aikido að vera rétta leiðin fyrir þig.

Til að byrja með geturðu komið á tvær prufu æfingar. Þegar þú vilt halda áfram skaltu skrá þig í félagið hérna.

Hafi umsækjandi um aðild að félaginu orðið uppvís að ofbeldis- eða kynferðisbroti sem svert getur ímynd félagsins áskilur stjórn þess sér rétt til þess að hafna umsókninni.

Eftir fyrstu gráðun geta iðkendur tekið þátt í framhalds tækni æfingum, þar sem allir félagsmenn æfa saman óháð getu. Stundum æfa allir sömu tækni en eru þá að vinna í að bæta mismunandi hluta en stundum skiptum við í hópa sem æfa mismunandi tækni eftir getu.

Hafirðu einhverjar spurningar er um að gera að hafa samband, t.d með tölvupósti á aikido@aikido.is eða hringja í Marco í síma 699-7195.

Translate