Gjafabréf félagsins eru tilvalin tækifærisgjöf, bæði fyrir núverandi og tilvonandi iðkendur. Verð gjafabréfanna tekur mið af gjaldskrá félagsins hverju sinni og hægt er að kaupa gjafabréf fyrir æfingum eins mánaðar eða lengur. Gjafabréfin gilda í eitt ár frá útgáfu, eða eftir samkomulagi.

Félagið hefur einnig til sölu æfingagalla, gi, merkta Aikikai Reykjavík. Gallarnir fást í stærðum 120-190 og hægt er að kaupa þá beint af félaginu. Gallarnir eru aikido gallar, þeir eru þynnri en judo gallar og þykkari en karatebúningar.

Verð fyrir æfingagalla og vopn til félagsmanna er:

Galli, stærð 120-150 7.000 kr.
Galli, stærð 160-19010.000 kr.
Galli, merktur Kobayashi Dojo12.000 kr.
Jo (ekki til á lager)8.000 kr.
Bokken (ekki til á lager)8.000 kr.
Translate