Marco Solimene, 3. dan er yfirkennari Aikikai Reykjavík. Marco hefur stundað aikido frá árinu 2004.

Pálmi Símonarson, 3. dan er lengst komni iðkandi félagsins. Pálmi fagnaði 20 ára æfingaafmæli fyrir stuttu.

Guðni Björnsson, 3. dan hefur stundað aikido frá 2003.

Bjartur Logi Gunnarsson, 2. dan, hefur stundað aikido frá árinu 2002.

Reglulega heimsækja klúbbinn erlendir kennarar sem halda þá námskeið / æfingabúðir þar sem æft er þétt frá föstudegi og fram á sunnudag.  Helstu kennarar sem heimsækja okkur eru:

Hiroaki Kobayashi, 7. dan.  Hiroaki stundað aikido frá 3ja ára aldri og er yfir Kobayashi Dojo í Japan. Hann er okkar helsta fyrirmynd og kemur venjulega til Íslands í janúar og heldur æfingabúðir og sinnir svartbeltaprófunum. Hiroaki er frábær kennari sem ferðast víða um heiminn til að kenna aikido.

Mitar Filipovic, 5. dan.  Mitar var yfirkennari klúbbsins þegar hann bjó á Íslandi frá 2001-2008.  Hann býr núna í Serbíu þar sem hann rekur eigin klúbb, en kemur til Íslands á sumrin og heldur þá æfingabúðir.

Urban Aldenklint, 7. dan.  Aðal kennarinn í Iyasaka klúbbnum í Stokkhólmi, hann kemur venjulega til okkar á haustin.

Translate