Í barna aikido blöndum við saman leikjum, færniæfingum og aikido æfingum sem henta krökkum.  Kobayashi dojo var leiðandi í að byrja að kenna börnum aikido og er barnastarf í flestum klúbbum sem starfa innan þess félagsskapar.  Í hverjum tíma eru a.m.k. 2 kennarar sem hafa áralanga reynslu af aikido.

Hér er hægt að skrá börn á æfingar veturinn 2021 – 2022.

Æfingarnar eru settar upp sem hér segir:

  1. Upphitun og teygjur/liðleikaæfingar
  2. Gólfrúllur og skref
  3. Liða- og samvinnuæfingar
  4. Aikido tækni (2-3 í hverjum tíma)
  5. Leikir (5 mínútur í lok tímans)

Hverri önn lýkur svo með prófi.

Allir velkomnir í prufutíma á mánudögum og miðvikudögum. Allur krakkahópurinn æfir saman á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00.

Sjá æfingatímana fyrir yfirlit.

Translate