Aikikai Reykjavík

Aikido er japönsk bardagaíþrótt sem þróuð var snemma á 20. öldinni og hefur þá sérstöðu að það er ekki keppt í íþróttinni. Allir æfa saman óháð stærð, styrk, kyni og aldri.  Aikido eykur styrk, þol og liðleika og bætir líkamsvitund auk þess að vera frábær félagskapur.

Kíktu á stundaskránna og komdu í frían prufutíma til okkar í Ármúla 19 á mánudögum eða miðvikudögum kl 20:50 þegar byrjendanámskeið eru í gangi, annars á miðvikudögum kl 18:10, ekki þarf sérstakan aikido galla, nóg að mæta í léttum íþróttafatnaði, stuttermabol og síðum buxum eða drífðu þig á næsta byrjendanámskeið.  Barnanámskeið er á mánudögum og miðvikudögum 17:15, allir velkomnir í frían prufutíma.

Næsta byrjendanámskeið hefst mánudaginn 10. mars, skráning með tölvupósti á skraning@aikido.is

Myndband sem sýnir nokkrar tæknir í aikido þar sem áhersla er á liðleika og samvinnu.

Hér eru líka helstu tæknir sem Hiroaki sýndi þegar hann kom til okkar í janúar 2012.

Og svipmyndir frá janúar 2011.

Comments are closed.