Aikido er japönsk bardagaíþrótt sem þróuð var snemma á 20. öldinni og hefur þá sérstöðu að það er ekki keppt í íþróttinni. Allir æfa saman óháð stærð, styrk, kyni og aldri. Aikido eykur styrk, þol og liðleika og bætir líkamsvitund auk þess að vera frábær félagskapur.

Samkomutakmarkanir eru nú í gildi vegna COVID-19 faraldursins. Æfingar fara fram í æfingasal þar sem snertingum milli iðkenda er haldið í lágmarki og þrifið er eftir hverja æfingu og sótthreinsað reglulega.

Byrjendanámskeið hefst 30. ágúst og stendur í 4 vikur. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00 – 18:45. Nánari upplýsingar eru hér um verð og æfingatíma.

Komdu við á síðunum okkar á samfélagsmiðlum til að sjá hvað er í gangi. Tengla þangað má finna hér efst á öllum síðum.

Sérstaklega mælum við með myndböndunum á facebook síðunni okkar.

Translate