Aikido er mjúkt japanskt sjálfsvarnarform sem var þróað á 20. öldinni af Morihei Ueshiba.  Aikido er nokkuð skylt judo og jiu-jitsu en er þó ólíkt þeim og öllum öðrum sjálfsvarnaríþróttum að því leiti að ekki er um neinar árásartæknir að ræða. Líkt og í judo er mikið um köst og hvers kyns lása en þó aldrei neitt sem byggir á beinum líkamsstyrk. Ólíkt flestum sjálfsvarnaríþróttum hefur aikido þó ekki verið þróað sem keppnisíþrótt. Eðli aikido er þannig að allir geta æft saman óháð kyni, aldri, styrkleika og þyngdarflokkum. Í aikido er öll áhersla lögð á að verjast árásum með því að beina krafti andstæðings frá sér í stað þess að reyna að mæta krafti með meiri krafti.

Í aikido er áhersla lögð á að æfingafélagar vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa að árangri á kostnað annara.

Translate