Upptökur af beinum útsendingum frá æfingum fyrir einstaklinga í heimahúsum, sem fóru fram á meðan fyrsta bylgja COVID-19 faraldursins var í hámarki, eru aðgengilegar á Facebook síðunni okkar hér.

Æfingatímar yfir vetrartímann (september – maí):

Byrjendanámskeið eru kennd í grunntækni tímum á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00. Tímarnir eru opnir fyrir alla iðkendur en byrjendur fá nákvæmari tilsögn eins og þarf.

Kennslufyrirkomulag er á þann veg að grunntækni og framhaldstækni Aikido eru kennd í aðskildum tímum á mánudögum en blandað á almennum æfingum á miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Grunntækni æfingar henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Framhaldstækni æfing er jafnframt hraðari og meira krefjandi æfing þar sem iðkendur verða að hafa náð tökum á grunntækni og staðist fyrstu gráðun sína. Vopna æfingar á miðvikudögum eru fyrir bæði byrjendur og lengra komna en er ekki hluti af byrjendanámskeiði. Þá er æft með jo, bokken og tanto. Á laugardögum eru allir velkomnir á almenna morgunæfingu.

MánudagarBörn 6-12 ára17:00 – 17:55
Grunntækniæfing18:00 – 19:30
MiðvikudagarBörn 6-12 ára17:00 – 17:55
Grunntækniæfing18:00 – 19:00
Almenn æfing og vopn19:00 – 20:00
FöstudagarAlmenn æfing17:00 – 18:30
LaugardagarAlmenn æfing09:30 – 11:00

Grunntækniæfingar, almennar æfingar og vopnaæfingar eru fyrir alla 13 ára og eldri óháð getu og reynslu.

Framhaldstækni æfingar eru fyrir alla 13 ára og eldri sem hafa staðist sína fyrstu gráðun.

Hakama æfingar eru fyrir alla sem staðist hafa 3. kyu gráðun og hafa þá leyfi til að æfa með Hakama.

Æfingatímar yfir sumartímann (júní – ágúst):

Allir iðkendur, óháð reynslu, eru velkomnir á almennar æfingar.

MánudagarAlmenn æfing18:00 – 19:30
MiðvikudagarAlmenn æfing18:00 – 19:30
FöstudagarAlmenn æfing17:00 – 18:30
Translate