Byrjendur í aikido eru velkomnir á æfingar í grunntækni sem er ætluð öllum sem hafa náð 13 ára aldri og henta báðum kynjum. Á grunntækni æfingum á mánudögum er farið yfir þau atriði í aikido sem lengra komnir þurfa að hafa góð tök á. Meðal þess eru árásarstöður, handlásar og kasttæknir og rúllur, föll og fótstöður. Almennar æfingar á miðvikudögum og föstudögum eru blanda af grunntækni og framhaldstækni sem eru einnig hentugar fyrir byrjendur.
Hægt er að byrja hvenær sem er. Komdu bara í prufutíma.
Aikido snýst ekki um átök eða keppni heldur er aikido leið til þess að forðast átök. Í aikido er lögð áhersla á að iðkendur vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa að árangri á kostnað annarra. Ef þú ert fyrir ofbeldi og slagsmál þá ert þú á röngum stað. Viljir þú hins vegar rækta sjálfa(n) þig andlega og líkamlega, þá kann aikido að vera rétta leiðin fyrir þig.
Hafi umsækjandi um aðild að félaginu orðið uppvís að ofbeldis- eða kynferðisbroti sem svert getur ímynd félagsins áskilur stjórn þess sér rétt til þess að hafna umsókninni.